Kolbjörg Katla með vinningsljóðið
Við sögðum frá því í desember að haldin var jólaljóðasamkeppni í Varmahlíðarskóla. Á litlu jólum skólans voru vinningshafar kynntir en vinningsljóðið átti Kolbjörg Katla Hinriksdóttir.
Aðrir sem hlutu viðurkenningar voru. Katarína Leifsdóttir, Sigurður Sölvu Óskarsson og Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir.
Týndur boðskapur
Jólin eru hátíð,
hátíð ljóss, friðar og barna.
Samt er einhvern veginn allt svo mikið.
Boðskapurinn týndist.
Kannski í einhverri búðinni,
kannski á netinu í tölvunni,
kannski bara í öllu jólaamstrinu
sem fylgir jólunum nú til dags.
Boðskapurinn að koma saman og hafa gaman,
minnast litla barnsins
sem fæddist í fjárhúsi í Betlehem,
á fyrstu jólanóttina.
Þessi boðskapur er týndur
og nú er óskað eftir finnanda.
Engin fundarlaun,
nema kannski ánægjan og gleðin
að hafa bjargað jólaboðskapnum.
Úr klóm brjálaðra ljósa og klikkaðs tíma.
Kolbjörg Katla Hinriksdóttir,
Önnur ljóð sem hlutu viðurkenningar:
Jólin
Um jólin hverfur blessuð sólin,
en samt til jólanna krakkar hlakka,
hlakka til að fá pakka.
Síðan koma prúðir sveinar
af fjöllum
og segja sögur af tröllum.
Í skóinn gefa sveinarnir pakka
sem krakkarnir ekki niður rakka
En langa pappírinn utan af þeim taka.
Um jólin er gaman að skreyta
og greinar í krans að reyta.
Fagur er kransinn sá, ekki má því neita.
Svo er gott að minnast þess,
að Jesús fæddist hress,
þennan aðfangadag jóla,
þar sem allir syngja og góla.
Katarína Leifsdóttir,
7. bekk.
Jólakvæði
Uppi á háum hamri
er lítill jólasveinn
skotthúfuna ber hann
alveg hreinn og beinn.
Hann horfir nið´r í bæinn
og lítur krakka á
með fullan poka á baki
ætlaður börnum já.
Spurning hvort hann kemur
til þín í bráð.
Sigurður Sölvi Óskarsson,
6. bekk.
Aðfangadagur
Aðfangadagur fagur og hlýr,
jólin koma snemma.
Mig langar svo í alvöru dýr,
það verður pínu spenna.
Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir,
9. bekk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.