Klassík og kabarett - húmor og háð.
Fimmtudaginn 2. júlí kl. 20:30 halda þær Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona, og Guðríður St. Sigurðardóttir, píanóleikari, tónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga undir yfirskriftinni Klassík og kabarett.
Þær flytja blandaða dagskrá af íslenskum, frönskum, þýskum og bandarískum lögum þar sem skiptast á húmor, háð, ást og einlægni.
Íslensku tónskáldin sem eiga verk á efnisskránni eru Jórunn Viðar, Jón Þórarinsson, Jón Ásgeirsson,
Atli Heimir Sveinsson, John Speight, Hjálmar H. Ragnarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Tryggvi M. Baldvinsson.
Af erlendum tónskáldum má nefna Erik Satie og Poulenc, Kurt Weill, Bolcom, Bernstein og Gershwin.
Dúóið Inga & Gurrý hefur komið víða fram bæði hérlendis og erlendis.
Má þar helst nefna tónleikaferðir um Norður-Ameríku og víða um Ísland. Þær hafa hlotið afbragðsgóða dóma gagnrýnenda og eru þekktar fyrir líflega sviðsframkomu og metnaðarfullan tónlistarflutning.
Tónleikarnir eru liður í verkefninu “Landsbyggðartónleikar” á vegum Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT) og Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) með stuðningi frá Menntamálaráðuneytinu og í samvinnu við Tónlistarfélag Vestur-Húnavatnssýslu.
Aðgangur er ókeypis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.