Kjósum og segjum nei
-Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardag er afar mikilvæg. Þar gefst okkur kostur á að segja álit okkar á samningi sem kallar yfir okkur ólýsanlegar efnahagsbyrðar. Þessi atkvæðagreiðsla er einnig eitt mikilvægasta vopnið okkar í erfiðum samningum við Hollendinga og Breta sem hafa ekki skirrst við að beita okkur ofbeldi og ofríki. Þetta segir Einar K Guðfinnsson alþingismaður í aðsendri grein hér á Feyki.is.
Einar hvetur fólk til að mæta á kjörstað, kjósa og segja Nei, enda telur hann þjóðaratkvæðagreiðsluna sterkt vopn í höndum okkar Íslendinga í baráttunni við Breta og Hollendinga. –Það er óskaplega brýnt að við tökum öll þátt og fellum þennan samning sem er fullkomlega ástæðulaust að við samþykkjum, segir Einar en grein hans er hægt að nálgast HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.