Kirkjan og sagan - fyrirlestur á Löngumýri

Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson

Hlutverk biskupsembættisins á Hólum fyrr og nú fyrir kirkju og kristni er heiti á fyrirlestri sem haldinn verður á Löngumýri Skagafirði miðvikudagskvölið 25. nóvember kl. 20:00

 Þetta mun vera fyrsta kvöldið í fyrirlestrarröð Löngumýrar um kirkjuna og stöðu hennar í margvíslegum skilningi og verður fjallað um sögur af biskupum og hlutverki þeirra fyrr og nú, sögu biskupsstólsins á Hólum, stöðuna í dag og framtíðarsýn og spurt um tengsl safnaðanna við biskupsembættið.

 Fyrirlesari kvöldsins er Hr. Jón A. Baldvinsson biskup á Hólum.

Allir velkomnir; Löngumýrarnefnd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir