Kim M. Kimselius í Skagfirðingabúð í dag

aftur-til-pompeiÍ dag mun rithöfundurinn Kim M. Kimselius árita bók sína Aftur til Pompei í Skagfirðingabúð milli kl. 16-17 og í KS Varmahlíð mill kl. 18-19. Hann mun kynna bókina og árita og spjalla við gesti og gangandi.

Aftur til Pompei er unglingabók, einkum ætluð lesendum á aldrinum frá 10 til 16 ára, spennusaga en jafnframt full af sögulegum fróðleik og hefur mikið fræðslugildi. Kimselius hefur skrifað tólf bækur um þessar söguhetjur og gerast þær allar í tengslum við sögulega atburði fyrr á öldum. 

Koma höfundar bókarinnar í Skagafjörðinn er tengt lokaverkefni Ernu Nielsen starfsmanns Skagfirðingabúðar, í hátíðum og viðburðum sem er kúrs í ferðamálafræði við Hólaskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir