Keppnistímabilið hjá Tindastól hefst á morgun
Fyrsti leikur ársins hjá strákunum í knattspyrnudeild Tindastóls er á morgun þegar strákarnir mæta KA2 í Soccerade mótinu. Hefst leikurinn klukkan 16:15 í Boganum og hvetjum við þá sem verða á Akureyri á morgun að skella sér á leikinn.
Tindastóll hefur þessa dagana verið að skrifa undir samning við þá leikmenn liðsins sem ekki voru komnir á samning en samkvæmt upplýsiningum vefsins hefur ekki tekist á ganga frá ráðningu þjálfara en Bjarki Már mun stýra liði Tindastóls á morgun.
Hér fyrir neðan má sjá alla leiki m.fl.karla í Soccerademótinu og í Lengjubikarnum:
Soccerade mótið
11.janúar sunnudagur kl. 16:15 Boginn Tindastóll – KA2
17.janúar laugardagur kl. 16:15 Boginn KS/Leiftur
30.janúar föstudagur kl. 19:45 Boginn Tindastóll – Þór
07.febrúar laugardagur kl. 16:15 Boginn Magni - Tindastóll
Lengjubikarinn
15.mars laugardagur kl. 19:15 Boginn Tindastóll – Dalvík/Reynir
20.mars föstudagur kl. 20:00 Akraneshöllin Hamrarnir/Vinir – Tindastóll
04.april laugardagur kl. 15:00 Akraneshöllin Tindastóll – Víðir
19.apríl sunnudagur kl. 17:00 Boginn KS7Leiftur – Tindastóll
25.apríl laugardagur kl. 15:00 Boginn Tindastóll – Grótta
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.