Kenney Boyd, nýr leikmaður Tindastóls
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríska leikmanninn Kenney Boyd, um að leika með liðinu út leiktíðina. Kenney er miðherji upp á 205-6 cm og ein 118 kíló.
Kenney er 27 ára gamall og útskrifaðist úr Morehouse háskólanum síðastliðið vor. Þar var hann með 16.5 stig, 9.5 fráköst og 2.7 stoðsendingar á síðasta tímabili sínu í skólanum og hlaut fyrir það ýmsar heiðursútnefningar. Morehouse leikur í 2. deild háskólaboltans.
Sjá má feril Kenneys HÉR.
Karl Jónsson þjálfari er hóflega bjartsýnn með nýja leikmanninn, sem hann telur þó henta liðinu mun betur en Amani Bin Daanish sem var látinn fara á dögunum. "Það er ekki spurning að okkur hefur vantað natural miðherja í liðið og ég tel að með því að kalla slíkan mann til leiks, komi liðið til með að taka skref fram á við. Þessi leikmaður er þyngri og sterkari en Amani og er með góðar pósthreyfingar og einnig hefur hann gott auga fyrir opnum mönnum í kring um sig," sagði Karl í stuttu samtali við heimasíðuna. "Amani var ekki slæmur leikmaður, alls ekki, hann bara hentaði okkur einfaldlega ekki nógu vel. Við erum alltaf að leita eftir því hvernig við getum styrkt liðið okkar, bæði innan þess og með utanaðkomandi aðstoð og það var einfaldlega okkar mat á þessum tímapunkti að skipta, " sagði Karl.
Von er á kappanum til landsins á næstunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.