Kaupum flugelda

Þrátt fyrir að Jón Magnússon, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins hafi hvatt almenning til að spara og kaupa ekki flugelda þetta árið í þættinum Sprengjusandi í morgun verður að hafa hugfast að flugeldasalan er stærsta, og um leið mikilvægasta, fjáröflun björgunarsveita landsins.

Kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu og ætti fólk frekar að gæta hófs í innkaupum en hundsa það alveg.

Í ár verða flugeldamarkaðir björgunarsveita á 112 stöðum um land allt og sem fyrr er úrvalið mikið. Helstu nýjungar eru fjórar tertur, Víkingatertan, sem skreytt er mynd af útrásarvíkingum landsins, Bankatertan, með bankamönnum, Stjórnmálatertan, með stjórnmálamönnum og Íslandstertan með íslenskum almenningi.

Styrkjum björgunarsveitir og kaupum flugelda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir