Kaupþing lokar á Hofsósi

 Skessuhornið segir frá því að Nýi Kaupþing banki hefur ákveðið að loka þremur útibúum á landsbyggðinni og sameina þau öðrum. Þetta eru útibúin á Akranesi sem sameinað verður Mosfellsútibúi, í Reykjanesbæ sem sameinað verður Hafnarfirði og á Hofsósi sem sameinað verður Sauðárkróksútibúinu.

Er samkvæmt heimildum  Skessuhorns er ástæða þessara breytinga sú að verið er að hagræða í rekstri bankans. Þarna sé verið að fella út starfsstöðvar sem hafa ekki haft markaðsráðandi stöðu á fyrrgreindum stöðum. Þá er einnig horft til þess að íbúar þessara staða hafa góðan aðgang að öðrum bankastofnunum og jafnfram stutt fyrir þá að sækja útibú í nágrannasveitarfélögum.

Ekki eru nema nokkrar vikur síðan Nýja Kaupþing lokaði útibúi í Skagfirðingabúð og verða útibú bankans í Skagafirði því tvö í stað fjögurra áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir