Kaupfélag Skagfirðinga býður starfsfólki sínu ráðgjöf
feykir.is
Skagafjörður
22.12.2008
kl. 14.06
Vegna efnahagskreppunnar sem nú hrjáir marga Íslendinga hefur Kaupfélag Skagfirðinga boðið stafsfólki sínu fjárhagslega og lögfræðilega ráðgjöf.
Kaupfélagið leggur áherslu á að starfsmenn séu ófeimnir við að notfæra sér þetta boð ef þeir telji þörf á enda farið með hvert mál sem trúnaðarmál enda vilji félagsins að starfsmenn fyrirtækisins búi við sem öruggast umhverfi.
Ekki útilokar Kaupfélagið að það láni viðkomandi til skamms tíma fjármagn, enda séð fyrir hvernig mál verði leyst til lengri tíma hjá viðkomandi.
Ágúst Guðmundsson viðskiptafræðingur mun annast ráðgjöfina og er hún án endurgjalds.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.