Karnival - fjölskylduveisla á lokadegi Sumar T.Í.M.
feykir.is
Skagafjörður
29.07.2009
kl. 08.57
Lokadagur sumartím er á morgun fimmtudag en að því tilefni ætla forsvarsmenn þess að slá upp Karnival-fjölskylduveislu fyrir börnin í Sumar T.Í.M. og foreldra þeirra.
Eru börnin hvött til þess að mæta í sínum uppáhalds búningi.
Dagskráin:
18.20-18.30 - Mæting hjá Vallarhúsinu (hjá íþróttavellinum).
18.30-19.00 - Grill og andlitsmálun hjá Vallarhúsinu.
19.00-21.00 - Hoppukastali, tónlist og fleira fjör á flæðunum
Starfsfólk Sumar T.Í.M. minnir á að óskilamuni er hægt að nálgast í íþróttahúsinu og á milli 18 og 19 á fimmtudagskvöldið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.