Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar tryggði sér sæti í 2. deild að ári
Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, GSS, gerði gott mót er hún stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í 3. deild karla sem fram fór á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst.
Alls voru átta lið í þessari deild en keppt var í tveimur riðlum og léku tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslitum. Neðsta liðið féll í 4. deild. Í hverri umferð var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.
Á heimasíðu Golfsambandsins segir að Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS, hafi sigrað Golfklúbb Húsavíkur, GH, 2-1 í úrslitaleiknum og tryggt sér sæti í 2. deild að ári.
Golfklúbbur Hveragerðis, GHG, endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Borgarness, GB í leik um þriðja sætið. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í neðsta sæti eða því 8. og leikur í 4. deild á næsta ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.