Karlakór Reykjavíkur á Blönduósi 2. maí

Karlakór Reykjavíkur

Karlakór Reykjavíkur  heldur tónleika á Blönduósi 2. maí nk. Á komandi sumri eru rétt 80 ár síðan kórinn hélt fyrst tónleika á Siglufirði, þar sem hann heldur  tónleika daginn áður en á Blönduósi. Kórinn hefur ekki verið tíður gestur á Blönduósi en nú er tími til kominn að syngja Húnvetninga inn í vorið.

 

 

 

Einsöngvarar á væntanlegum tónleikum koma allir úr röðum kórmanna, jafnt tenórar sem bassar. Söngmenn  sem skipa Karlakór Reykjavíkur egia rætur að rekja um allt land og eru því þrátt fyrir nafnið þverskurður af þjóðinni.

 

Á efnisskránni verða fyrst og fremst þekkt  íslensk lög og ma. eftir Bjarna Þorsteinsson. Yfirskrift tónleikana er “Vorgyðjan kemur”.

 

Anna Guðný Guðmundsdóttir er  við píanóið en stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson.

 

Tónleikarnir hefjast kl 16:00 þann 2. maí og verða í kirkjunni.

 

/Blönduós.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir