Kanna áhuga á breiðfylkingu til stuðnings byggðarlaginu

Í síðustu viku var síðasti fundurinn um ;;Sjálfbært samfélag í Fljótum" haldinn. Þessu verkefni var hleypt af stokkunum í nóvember og var Ragnhildur Helga Jónsdóttir umhverfisfræðingur hjá Landsskrifstofu Staðardagskrá 21 verkefnisstjóri. Voru alls haldnir 4 fundir auk kynningarfundar í upphafi. Verkefnið sem um tíu manns tóku þátt í miðaði að því að horfa til framtíðar. Hvaða möguleika hefur byggðin til styrkjast á ný og hvaða möguleika hefur ungt fólk sem vill setjast þar að með framtíðarbúsetu í huga.

Mikill fjöldi hugmynda varðandi hin margvíslegustu mál kom fram á þessum fundum jafnt stór sem smá og má segja að hugmynda banki liggi fyrir. Varðandi framhaldið urðu talsverðar umræður ekki síst í ljósi þess að Fljótin  telja nú  aðeins um 70 íbúa. Niðurstaðan varð sú að kosin var nefnd sem hafi það markmið að kanna hug burtfluttra sveitunga eða afkomendur þeirra sem og fólks sem er að hlutatil búsett í sveitinni í sumarbústöðum til að stofna félag með heimamönnum sem hafi það að markmiði að vinna að ýmsum framfaramálum fyrir byggðarlagið.
Þess má geta að gestur á lokafundinum var Jón Jónsson þjóðfræðingur og menningarfultrúi  Vestfjarða. Flutti hann einkar fróðlegt erindi um hvernig Strandamenn hafa unnið að ýmsum framfarmálum að undanförnu.   ÖÞ:    
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir