Kanabisræktun í heimahúsi á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.12.2008
kl. 22.13
Í gærkvöldi gerði Lögreglan á Blönduósi húsleit á í íbúðarhúsi á Skagaströnd vegna gruns um að þar væri verið að rækta kannabisplöntur.
Við húsleit kom í ljós að þessi grunur var á rökum reistur og var ræktun vel á veg komin og voru haldlagðar yfir 150 kannabisplöntur, mislangt á veg komnar, ásamt búnaði, sem notaður var við ræktunina.
Tveir menn voru handteknir og yfirheyrðir í framhaldinu en síðan sleppt. Ekki er grunur um að afrakstur rækturnarinnar hafi verið kominn í dreifingu.
Málið er í rannsókn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.