Kanabisplöntur í nágrenni Blönduóss
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.08.2009
kl. 09.09
Lögreglan á Blönduósi gerði um helgina upptækar á þriðja hundruð kanabisplöntur á sveitabæ í nágrenni Blönduóss.
Einn maður var handtekinn á staðnum þegar lögreglan lét til staðar skríða en grunur hafði um nokkurn tíma verið um þessa starfsemi á bænum.
Vökvunarkerfi plantanna var mjög fullkomið og ekki þurfti að hugsa um plönturnar nema á nokkurra daga fresti.
Maðurinn sem að handtekinn var, viðurkenndi aðild sína að málinu og að hann hafi verið einn að verki. Við rannsókn málsins naut lögreglan á Blönduósi aðstoðar starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu sem og rannsóknarlögreglumanna frá Akureyri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.