Kammerkór Akraness í Miklabæjarkirkju

Kammerkór Akraness heldur tónleika í Miklabæjarkirkju, föstudaginn 2. júlí kl. 21. Á efnisskránni eru meðal annars valin lög úr Ljóðum og lögum, söngheftum sem Þórður Kristleifsson safnaði efni í á árunum 1939-1949 en Þórður var lengi kennari á Laugarvatni.

Einnig verða flutt íslensk og erlend dægurlög í frábærum kórútsetningum. Þar meðal annars heyra lög úr smiðju Spilverks þjóðanna, Bítlanna og Magga Eiríks. Tvær stjörnur eftir Megas mun hljóma í frábærri kórútsetningu Gunnars Gunnarssonar, organista en útsetningar hans hafa fallið í góðan jarðveg. Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson. Aðgangseyrir er kr. 1.500.

Kammerkór Akraness er skipaður 16 félögum og er á söngferðalagi á Norðurlandi. Sunnudaginn 4. júlí mun kórinn syngja á Sumartónleikum í Akureyrarkirkju og þar mun dagskráin Ljóð og lög verða flutt en sú efnisskrá hefur hlotið mikið lof og fékk m.a. 4 stjörnur af 5 mögulegum hjá tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins. Efnisskráin sem flutt verður í Miklabæjarkirkju mun aftur á móti innihalda brot af því besta sem kórinn hefur verið að æfa í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir