Kalla eftir rökstuðningi frá ráðuneyti

Byggðaráð Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar sameiningar heilbrigðisstofnana frá Blönduósi austur að Langanesi. Ráðið kallar eftir rökstuðningi fyrir breytingunum, þar á meðal hvaða einstaka tillögur liggja fyrir varðandi Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki. Byggðaráð ítrekar fyrri samþykkt um vilja til að taka yfir rekstur stofnunarinnar m.v. þann fjárhagsramma sem stofnunin hefur fyrir árið 2009.

Atvinnumálanefnd Skagafjarðar samþykkti ennfremur eftirfarandi bókun um málið: Atvinnumálanefnd Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum vegna ákvörðunar um sameiningu heilbrigðisstofnanna á Norðurlandi.  Nefndin vísar í viðtal við forstjóra FSA í fjölmiðlum þar sem hann tilkynnir lokun fæðingardeildar á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki.  Gangi það eftir mun það þýða fækkun starfa á heilbrigðisstofnunni og því mótmælir nefndin harðlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir