Kaldavatnslaust í dag
feykir.is
Uncategorized
03.09.2009
kl. 09.11
Lokað verður fyrir kalda vatnið í dag í Hlíðahverfi og efri hluta Túnahverfis á Sauðárkróki frá kl. 14.00 og frameftir degi, vegna tenginga.
Fleiri fréttir
-
Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu
Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.Meira -
Tómar tilviljanir urðu til þess að Andri Már er óvart kominn með hljómsveit í Mexíkó
„Veðrið er frábært! Núna er klukkan átta að morgni og hitinn er um 10 gráður, svo fer hitinn upp í 25-30 gráður yfir daginn svo það er eins gott að eiga góðan kúrekahatt til að skýla sér fyrir sólinni,“ segir Andri Már Sigurðsson, tónlistarmaður og Króksari í Mexíkó, þegar Feykir tekur hann tali og byrjar að sjálfsögðu á því að spyrja um veðrið. Viðtalið snýst þó ekki um veður, heldur tónlist og hvernig Andri Már stofnaði óvart hjómsveit í MexíkóMeira -
Gestirnir höfðu betur í baráttuleik
Það var boðið upp á markaveilsu í blíðunni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti sameinuðu liði Hattar/Hugins að austan í Lengjubikarnum. Jafnt var í hálfleik, 1-1. en fjör færðist í markaskorunina í síðari hálfleik og fór svo á endaum að gestirnir unnu leikinn 3-4 eftir mark í uppbótartíma.Meira -
Það er sjö stiga hiti í veðurkortunum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 15.03.2025 kl. 21.21 oli@feykir.isÞað er ekki ólíklegt að flestir aðrir en skíðavinir gleðjist yfir veðurspánni næstu daga. Það eru vorhlýindi í kortunum og stöðugleikinn svo einstakur að sumir gætu jafnvel haldið að vefur Veðurstofunnar væri bilaður – þannig er til dæmis spáð sjö stiga hita á hádegi á Sauðárkróki næstu fimm daga eða alveg fram á fimmtudag hið minnsta.Meira -
Stefnt að endurnýjun rafkerfisins í kirkjugarði Blönduóss
Húnahornið segir frá því að á aðalfundi Kirkjugarðs Blönduóss, sem fram fór 12. mars síðastliðinn, var samþykkt að á næstu þremur árum yrði unnið að endurnýjun rafmagnskerfisins í kirkjugarðinum og að sett yrði upp tenglahús fyrir jólaljósin. Þá var samþykkt að ganga frá göngustígum í nýjasta hluta garðsins og setja mottur, eins og eru á stígunum sem liggja í gegnum garðinn. Lausleg kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um átta milljónir króna.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.