Kaka ársins

Karsten Rummelhoff

Karsten Rummelhoff bakarameistari hjá Sauðárkróksbakarí er nú að undirbúa sig fyrir keppnina Kaka ársins sem fram fer í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi á fimmtudag.

Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem bakarí af landsbyggðinni tekur þátt en hingað til hafa einugis bakarí af höfuðborgarsvæðinu sent inn kökur. Í morgun þegar blaðamaður leit við í Sauðárkróksbakarí var Karsten að undirbúa sig fyrir keppnina. Kakan eða tertan er hans eigin hugmynd en ekki er komið nafn á hana enn þá.

Sú kaka sem verður kaka ársins verður seld í öllum bakaríum landsins en Róbert Óttarsson yfirbakari lofar því að hvernig sem fer með kökurnar hans Karstens þá munu þær alltaf fást í Sauðárkróksbakaríi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir