Kaffihús í afmælisgjöf
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
15.06.2010
kl. 09.03
Það eru ekki allar konur jafn heppnar og hún María Sigurðardóttir á Hvammstanga en eiginmaður hennar gaf henni á dögunum heilt kaffihús í 52 ára afmælisgjöf. Kaffihúsið hefur hlotið nafnið Hlaðan og mun opna á næstu dögum.
Maria ætlar að bjóða húnvetningum til veislu í dag á milli 16 og 18 en allt er nú að verða klárt í kaffihúsinu og einungis beðið eftir nauðsynlegum leyfum svo hægt verði að opna kaffihúsið með formlegum hætti.
Aðspurð um hvernig opnunartíma verði háttað segir Maria að það verði svolítið að koma í ljós og komi til með að fara eftir framboði og eftirspurn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.