Jónsmessudagskráin hefst á fimmtudaginn

Frá Jónsmessuhátíð 2010. Mynd: Feykir
Frá Jónsmessuhátíð 2010. Mynd: Feykir

Dagskrár Jónsmessuhátíðarinnar á Hofsósi hefst á fimmtudagskvöldið með formlegri opnun á myndlistarsýningu Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Á föstudaginn og laugardaginn verður svo fjölbreytt dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á föstudagsmorguninn munu Hofsósingar bjóða heim í morgunkaffi og í bæklingi hátíðarinnar verður að finna nánari upplýsingar um það. Jóhansmessuganga í Þórðarhöfða, undir leiðsögn Kristínar S. Einarsdóttur, verður svo farin kl. 15 og er mæting við Höfðaborg. Kjötsúpuveislan vinsæla stendur frá 19-21 í Höfðaborg og strax etir hana hefst annars vegar sundlaugarpartý fyrir unglinga og hins vegar kvöldvaka í Höfðaborg. Eftir hana leika Þórunn og Halli fyrir dansi og er 18 ára aldurstakmark á dansleikinn.

Laugardagurinn hefst með knattspyrnumóti karla og kvenna á Hofsósvelli þar sem keppt er í fyrstu deild og úrvaldsdeild. Myndasýning að hætti Sillu Páls stendur yfir í Höfðaborg klukkan 11-13 og klukkan 12 hefst tjaldmarkaður og grillveisla. Góðakstur á dráttarvélum og bændafittness að hætti Pardus hefst klukkan 14 og klukkan 16 verður hægt að fylgjast með leik Íslands og Ungverjalands á EM í knattspyrnu í Höfðaborg. Fjölskylduball með hljómsveitinni Spútnik hefst klukkan 20 og klukkan 23 verður stórdansleikur með Spútnik í Höfðaborg og er 16 ára aldurstakmark þar.

Athygli gesta er vakin á því að tjaldsvæði eru gjaldskyld og fólk beðið um að hafa það hugfast að um fjölskylduskemmtun er að ræða. Hundahald er bannað á tjaldsvæðinu. Loks má geta þess að Vesturfarasetrið og Samgönguminjasafnið í Stóragerði verða með opið alla helgina frá kl. 11 til 18.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir