Jóna Fanney hættir í bæjarstjórn
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.09.2009
kl. 13.36
Á fundi bæjarstjórnar Blönduóss í gær var lagt fram bréf frá Jónu Fanneyju Friðriksdóttur bæjarfulltrúa, þar sem hún tilkynnir afsögn sína úr bæjarstjórn Blönduósbæjar.
Bæjarstjórn samþykkti að veita Jónu Fanneyju lausn frá störfum bæjarstjórnar til loka núverandi kjörtímabils, og þakkar henni fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins með ósk um velfarnað á nýjum vettvangi.
Zophonías Ari Lárusson, tekur sæti Jónu Fanneyjar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.