Jón Bjarni og Sæmundur sigruðu í Skagafjarðarrallinu
Skagafjarðarrallið fór fram um helgina og er óhætt er að segja að keppnin hafi verið virkilega spennandi allt fram á síðustu stundu því einungis munaði einni sekúndu á 1. og 2. sætinu í keppninni. Þegar upp var staðið reyndust Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson á MMC Lancer Evo VII sigurvegarar á tímanum 1:22:38.
Í öðru sæti urðu Daníel Sigurðarson og Þorgerður Gunnarsdóttir á MMC Lancer Evo V á tímanum 1:22: 39 og í þriðja sæti urðu Íslandsmeistararnir frá í fyrra, Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á MMC Lancer Evo VI en þeir voru á tímanum 1:24: 41.
Verðlaunaafhending fór fram á laugardagskvöldinu og sömuleiðis afmælishóf Bílaklúbbs Skagafjarðar en klúbburinn fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir.
Úrslit mótsins:
2000 Flokkur
3. sæti Halldór Vilberg Sigurður Arnar Pálsson Toyota Corolla TwinCam 1600 01:43:11
2. sæti Hlöðver Baldursson Borgar Vagn Ólafsson Toyota Corolla TwinCam 2000 01:41:56
1. sæti Gunnar Freyr Hafsteinsson Jóhann Hafsteinn Hafsteinsson Ford Focus 2000 01:34:22
1600 Flokkur
2. sæti Örn ,,Dali" Ingólfsson Þorgeir Árni Sigurðsson Trabant 601 L 1600 02:07:06
1. sæti Halldór Vilberg Sigurður Arnar Pálsson Toyota Corolla TwinCam 1600 01:43:11
Jeppaflokkur
3. sæti Sighvatur Sigurðsson Andrés Freyr Gíslason MMC Pajero Sport J 01:36:30
2. sæti Ásta Sigurðardóttir Tinna Viðarsdóttir Jeep Grand Cherokee Orvis J 01:35:35
1. sæti Guðmundur Orri McKinstry Hörður Darri McKinstry Land Rover Tomcat 100 RS J 01:34:24
Heild
3. sæti Sigurður Bragi Guðmundsson Ísak Guðjónsson MMC Lancer Evo VI N 01:24:41
2. sæti Daníel Sigurðarson Þorgerður Gunnarsdóttir MMC Lancer Evo V X 01:22:39
1. sæti Jón Bjarni Hrólfsson Sæmundur Sæmundsson MMC Lancer Evo VII N 01:22:38
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.