Jólin kvödd með sjóbaði
feykir.is
Skagafjörður
06.01.2009
kl. 18.05
Sjósundkappar undir forystu Benedikts Lafleur skelltu sér í ískaldan sjóinn til að kveðja jólin núna á þrettánda dag jóla og kvöddu með því jólin.
Benedikt sagði að það væri líka gott að hafja árið með því að kæla sig örlítið niður. Nokkrir aðilar stunda sjóböð í Skagafirði en þeir hittast þó ekki reglulega. Oftast er farið í sjóinn við Reyki á Reykjaströnd og líka í sandfjörunni neðan Sauðárkróks eins og gert var í þetta skiptið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.