Jólatrésskemmtun Bjarkar
Síðastliðinn laugardag, 27. desember, var jólatrésskemmtun Kvenfélagsins Bjarkar haldin í Félagsheimilinu Hvammstanga. Þangað skunduðu bæði börn og fullorðnir í sínu fínasta pússi til að dansa í kringum jólatréð. Séra Sigurður lék á gítar og söng, en vitaskuld mátti líka heyra söng frá gestunum.
Á svæðið mættu svo tveir jólasveinar sem virtust ekki alveg kunna öll jólalögin, sérstaklega ekki "Nú skal segja". Þeir dönsuðu í kringum jólatréð og sungu, en máttu ekki vera að því að stoppa lengi svo þeir báðu séra Sigurð um að geyma pokana þeirra því í þeim var smá góðgæti fyrir börnin. Þá voru valdir gestir til að setja upp smá leikrit um hana Þyrnirós.
Eftir að hafa fengið gert hlé til að fá sér kaffisopa var söngnum og dansi haldið áfram, ásamt því sem farið var í leiki sem vöktu mikla lukku.
Myndir og texti: Norðanátt.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.