Jólasveinahyski
feykir.is
Skagafjörður
20.12.2008
kl. 21.58
Rökkurkórnum barst óvæntur liðsauki þegar kórfélagar sungu fyrir gesti Skagfirðingabúðar í dag. Þar voru komnir óknyttastrákarnir hennar Grýlu og Leppalúða.
Ekki tókst þeim hrekkjusvínum að slá kórfólk út af laginu þó svo að þeir kunnu hvorki lag né texta og börðu auk þess á bumbur undir laginu. Svo vel er kórinn æfður.
Inn í búðina örkuðu þeir bræður og ætluðu að kenna börnum ósiði og hyskni en börn í dag eru ekki svo vitlaus að taka þá sér til fyrirmyndar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.