Jólasögur fyrir börnin í Bardúsu
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
11.12.2009
kl. 11.39
Það er margt að gerast í Bardúsu nú fyrir jólin. Heyrst hefur að uppi á lofti hafi jólasveinar vinnustofu í einu horninu. Hægt verður að skoða jólasveinahornið og gæða sér á nokkrum piparkökum í leiðinni.
Þar kennir ýmissa grasa, en sagt er að þar sé hangikjötið hans Ketkróks, bjúgurnar hans Bjúgnakrækis, mjólkurbrúsa Skyrgáms, kerti sem Kertasníkir hefur sankað að sér og sjónauka Gluggagægis.
Nú svo verður sögustund fyrir börnin kl. 14:00 laugardagana 12. og 19. desember n.k. Bardúsa fær þá til sín sögumann sem les sögur fyrir börnin í jólasveinahorninu.
Kvenfélagið Freyja verður svo með hýasintusölu í Bardúsu rétt fyrir jólin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.