Jólamót Tindastóls í körfu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.12.2008
kl. 11.16
Hið árlega jólamót Tindastóls í körfuknattleik verður haldið laugardaginn 27. desember nk.
Sniðið verður eins og undanfarin ár, í karlaflokki verður liðum aldursskipt í opinn flokk og síðan 35 + flokk.
Í kvennaflokki er gert ráð fyrir einum flokki.
Einnig verður opið fyrir einstaklingsskráningu, bæði í karla- og kvennaflokki og þeim aðilum síðan raðað í lið fyrir upphaf móts.
Þátttakendur þurfa að vera 16 ára eða eldri.
Þátttökugjald á lið verður sama og síðast eða 12 þúsund á lið. Fyrir einstaklinga verður það 1000 kr.
Gert er ráð fyrir að mótið hefjist kl. 11 þann 27. en það verður auglýst betur þegar nær dregur
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.