Jólamarkaðir í Lýdó
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
10.11.2023
kl. 14.30
Jólamarkaðirnir verða tveir í Lýtingstaðahreppi hinum forna í Skagafirði laugardaginn 18. nóvember næstkomandi.
Annars vegar verður jólamarkaður í hlöðunni á bænum Stórhól og Rúnalist Gallerí frá klukkan 13:00-17:00, þar sem boðið verður uppá, jólastemningu - jólate og piparkökur –jólatónlist - list- og nytjahandverk tilvalið í jólapakkann - fjölbreytt úrval af sælkeravörum Beint frá býli og frá smáframleiðendum á Norðurlandi.
Breiðagerði garðyrkjustöð, Sölvanes Farmholidays, Sporifjörunni, Huldubúð, Hvammshlíðarostur, Áskaffi góðgæti í Héðinsminni Skagafirði, Drekagull, Austan vatna, Gandur, Brjálaða gimbrin og 10.bekkur Varmahlíðarskóla og etv.fleiri. Ef talið er upp hluti af þeim varningi sem í boði verður er þar er sko engin smá upptalning ; Ærkjöt – Lambakjöt – Geitakjöt – Kiðlingakjöt – Nautakjöt – Geitamjólkurostar – Kúamjólkurostar - Grafið - Hangið - Pylsur -
Borgarar - Rúllur - Sultur – Hlaup - Chutney – Pestó – Salt – Saft - Kökur - Stökur - Bekraband - Sápur - Skartgripir - Myndir - Gærur -Sauðaband - Eldgripir - Geitaband - Húfur - Spil - Sauðakassar
Borgarar - Rúllur - Sultur – Hlaup - Chutney – Pestó – Salt – Saft - Kökur - Stökur - Bekraband - Sápur - Skartgripir - Myndir - Gærur -Sauðaband - Eldgripir - Geitaband - Húfur - Spil - Sauðakassar
Hinn jólamarkaðurinn verður í Félagsheimilinu Árgarði og er það Jólamarkaður Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps. Hann verður opinn frá klukkan 14:00-17:00. Allskonar varningur til sölu. Þar verður hægt að kaupa sér kaffi/kakó og vöfflur með rjóma á 1000 kr. frítt fyrir 12 ára og yngri. Einnig geta áhugasamir pantað söluborð hjá Völlu á Hóli í síma 846 5513 fyrir 15 nóvember.
Það er óhætt að segja að laugardaginn 18.nóvember er tilvalið að rúnta fram í sveit því þar verður nóg um að vera.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.