Jólaljós tendruð á Sauðárkróki
Það verður sannkölluð jólastemning í Aðalgötunni á Sauðárkróki, laugardaginn 5. desember. Dagskráin hefst með jólaföndri í Safnaðarheimilinu kl. 10-12:00 en Kompan og Blóma- og gjafabúðin bjóða foreldrum og börnum að setjast niður og föndra jólaskraut og -skreytingar.
Klukkan 14:00 verður Aðalgötunni lokað fyrir bílaumferð, en þá geta gestir rölt um götuna í sannkallaðri jólastemningu. Börnum gefst kostur á að fara ferð í hestakerru, Ottó sýnir listir sínar í ísskúlptúr, verslanir taka á móti gestum, Maddömuhúsið verður opið og Minjahúsið svo eitthvað sé nefnt.
Jólaljósin verða tendruð kl.15:30 á jólatréinu á Kirkjutorgi, Barnakór Tónlistarskólans, Árskóla og Varmahlíðarskóla syngja nokkur lög.Kunnulegir sveinar mæta á svæðið og heilsa upp á börn og gesti.
Við bjóðum Skagfirðinga og gesti hjartanlega velkomin!
DAGSKRÁIN 5. DESEMBER
Jólaföndur í Safnaðarheimilinu kl. 10-12:00
-Jólaföndur á vegum Kompunnar
-Jólaskreytingar á vegum Blóma- og gjafabúðarinnar. Allir velkomnir, börn í fylgd með fullorðnum! Gestir kaupa efni á staðnum og fá aðstoð við föndur og skreytingar
-Verslun Haraldar Júlíussonar opin frá 10-12:00
Aðventustemning í Aðalgötunni kl.14:00
-Landsbankinn, aðventustemmning kl.14:30-16:00. Allir velkomnir
-Ísbjörn til sýnis í húsi Náttúrustofunnar við Kirkjutorg kl. 14-17:00. Allir velkomnir
-Táin og Strata, heitt á könnunni. Opið frá kl.12-17:00. Allir hjartanlega velkomnir.
-Blóma- og gjafabúðin, kaffi, te og piparkökur. Opið frá 10-17:00. Verið velkomin
-Kúnst, verðum með létta jólastemningu. Opið frá kl. 14-15:30 Allir velkomnir
-Ljós og dýrðir í Gallerí Lafleur, boðið upp á kaffi og kökur. Opið frá kl. 14:00. Allir velkomnir
-Tískuhúsið, full búð að nýjum vörum. Opið frá 11-16:00. Verið velkomin
-Blómaskálinn, boðið verður upp á piparkökur og jólate. Opið frá kl. 10:00. Verið velkomin
-Kompan opin frá 13-17:00. Verið velkomin
-Jólasveinn myndar börnin og verður með á mynd í Skagastúdíó kl. 14-17:00. Tvær stækkanir á kr.5000- hóhóhó!
-Opið hús í Miklagarði, Tommi og Selma bjóða upp á piparkökur, heitt kakó og kaffi. Allir hjartanlega velkomnir
-Kaffihlaðborð, jólaglögg og skemmtileg stemning á útisvæði. Sauðárkróksbakarí kl. 14-18:00
-Opið hús í Maddömukoti. Handverk til sölu. Maddömurnar bjóða upp á kjötsúpu í tilefni dagsins. Kl. 14-17:00. Allir hjartanlega velkomnir
-Minjahúsið verður opið frá 14-17:00. Allir hjartanlega velkomnir
-Blásarasveit Tónlistarskólans spilar nokkur jólalög í Minjahúsinu kl. 14:30
-Hestakerruævintýri. Ferð í hestvagni frá kl.14-15:30
-Ísskúptúr. Ottó Magnússon íslandsmeistari í klakaskurði sýnir listir sínar. Kl.14-17:00
Jólaljós tendruð á jólatré við Kirkjutorg kl. 15:30
-Barnakór Tónlistarskólans, Árskóla og Varmahlíðarskóla syngja jólalög
-Hátíðarávarp forseta sveitarstjórnar, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
-Jólasveinar koma í heimsókn
-Dansað í kringum jólatréð og sungin jólalög
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.