Jólahús ársins á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
09.01.2009
kl. 08.41
Nú þegar jólin eru liðin þá hafa bæjarbúar á Blönduósi valið jólahús ársins eins og undanfarin ár. Nokkur hús fengu tilnefningar en eitt skaraði fram úr en það var Hlíðarbraut 8.
Húsið þótti einstaklega smekklega skreytt, ekki of hlaðið skrauti og hæfileg blanda af skrauti í trjám og á húsi og bílskúr. Hjónin Birna Lúkasdóttur og Ellert Guðmundsson eru íbúar á Hlíðarbraut 8 og fengu þau viðurkenningu frá Húnahorninu.
Heimild: Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.