Jólafundur Heilbrigðisstofnunar

birgittu, Önnu og Elísabetu þökkuð góð störf

 

Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar hélt jólafund sinn í sal Dagvistar þann 11. desember sl.
Á dagskrá fundarinns var m.a. veiting viðurkenninga til starfsmanna fyrir dygga þjónustu við stofnunina. 
Guðríður Stefánsdóttir og Þorbjörg Harðardóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa starfað í fimmtán ár við dtofnunina.


Óskar Jónsson sem hefur starfað hjá HS í þrjátíu á fékk einig viðurkenningu. 
Þær Anna Jónsdóttir, Elísabet Kemp og Birgitta Pálsdóttir eru að láta af störfum og er þeim þökkuð kærlega fyrir vel unnin störf.  Hilmir Jóhannesson fór á kostum þegar hann ávarpaði sína gömlu starfsfélaga og að lokum var hin magnaða verðlaunamynd Fréttaannáll HS 2007/2008 sýnd við góðar udnirtektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir