Jólaball á Húnavöllum

Jólaballið á Húnavöllum verður haldið sunnudaginn 28. desember kl. 14
Þá verður dansað kringum jólatréð, sungið og trallað eins og segir í tilkynningu frá undirbúningsnefndinni.

Skyldu jólasveinarnir koma, er spurt og ef allt verður eins og á alvöru jólaballi ættu börnin að búast við einhverjum af þeim bræðrum.
Boðið er upp á heitt súkkulaði, mjólk og kaffi en fók er vinsamlega beðið að koma með góðgæti á kaffiborðið.
Allir hjartanlega velkomnir á jólaballið en íbúar fyrrverandi Ás-, Sveinsstaða-, Svínavatns- og Torfalækjarhreppa sérstaklega hvattir til að mæta vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir