Jói með góða hugmynd
Á spjallsíðu TIndastóls kemur maður að nafni Jóii með athyglisverða hugmynd. Jói þessi ætlar hér eftir að greiða 500 krónur fyrir hvert skorað mark hjá Tindastól í knattspyrnu og 1000 krónur fyrir unninn leik. Skorar hann á aðra stuðningsmenn að gera slíkt hið sama.
Hugmyndina fékk Jói frá ÍA og miðar hugmyndin að því að hætta allri neikvæðni og byrja þess í stað að heita á félagið fyrir hvert mark sem liðið skorar. Árni Gísli, sérlegur stuðningsmaður Tindastóls, tekur undir hugmynd Jóa og ætlar að jafna boðið.
En í niðurlagi greinar Jóa skorar hann á sem flesta að fara sömu leið. Eins óskar hann, þar sem hann er ekki búsettur á Króknum, eftir upplýsingum um reikningsnúmer félagsins inn á spjallsvæðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.