Jóhann og Rúna íþróttaknapar ársins

Verðlaunaknapar ársins 2009. Mynd: lhhestar.is/HGG

Jóhann R. Skúlason og Rúna Einarsdóttir-Zingsheim voru valin íþróttaknapar ársins 2009 í mikilli uppskeruhátíð  hestamanna sem fram fór á Broadway um síðustu helgi.

 Á vef LH segir að oft hafi verið erfitt að velja íþróttaknapa ársins en aldrei sem nú. Enda liggja glæsileg afrek til grundvallar. Íþróttaknapi ársins varð heimsmeistari með glæsilegri frammistöðu, og það réði í raun úrslitum. Tveir knapar urðu jafnir í atkvæðagreiðslu nefndarinnar og eru því báðir réttkjörnir íþróttaknapar ársins.

Jóhann R. Skúlason heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum á Hvin frá Holtsmúla. Ósigrandi á Hvin á árinu, vann mót í Sviss, Þýskalandi, Noregi og Danmörku.

 Rúna Einarsdóttir-Zingsheim varð heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í Sviss á Frey frá Nordsternhof. Rúna vann silfur í bæði fimmgangi og slaktaumatölti á heimsmeistaramóti auk þess að vinna marga glæsta sigra í Þýskalandi

/lhhestar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir