Jóhann Magnússon knapi ársins í meistaraflokki hjá Hestamannafélaginu Þyt

Jóhann Magnússon, knapi ársins í meistaraflokki. Mynd aðsend.
Jóhann Magnússon, knapi ársins í meistaraflokki. Mynd aðsend.

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Þyts og HSVH var haldin á dögunum og veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins í nokkrum flokkum. Sérstök verðlaun voru einnig veitt Þytsfélaga ársins sem að þessu sinni var Eydís Ósk Indriðadóttir en hún hefur tekið myndir á öllum viðburðum félagsins undanfarin ár. "Það er okkur ómetanlegt að eiga myndefni af öllum þessum viðburðum, hvort sem um er að ræða mót, uppskeruhátið eða af öðrum viðburðum," stóð í tilkynningunni.

Knapi ársins í unglingaflokki var Guðmar Hólm Ísólfsson en í ungmennaflokki var það Eysteinn Kristinsson. Knapi ársins í 2. flokki var Ásta Guðný Unnsteinsdóttir, í 1. flokki var það Birna Olivia Agnarsdóttir. Í meistaraflokki var knapi ársins í Jóhann Magnússon. Uppskeruhátíð barna- og unglingadeildarinnar verður haldin í vetur og er áætlað að gera meira úr henni fyrir krakkana. Hestamannafélagið Þytur óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með verðlaunin. Ljósmyndir: Eydís Ósk

 

Birna Olivia, knapi ársins í 1. flokki.                            Ásta Guðný að taka á móti viðurkenningunni knapi ársins í 2. flokki.

 

Eysteinn, knapi ársins í ungmennaflokki.                   Guðmar Hólm, knapi ársins í unglingaflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir