Já, nei það er hinn Helginn

Helgi Freyr Margeirsson eða nei var það ekki hinn Helginn.

Helgi Rafn Viggósson fór á kostum í leik Tindastóls á móti Stjörnunni í gær og að því tilefni þótti blaðamanni Körfunnar við hæfi að taka við hann viðtal þar sem hann óskaði Helga meðal annars til hamingju með nýfætt barn. Ekki stóð á svörum hjá Helga Rafni sem benti yfir salinn og sagð;i -Nei, það er hinn Helginn.

Viðtalið og góða umfjöllun Körfunar.is má sjá hér.

Helgi Freyr Margeirsson og unnunsta hans Margrét Hallsdóttir eignuðust son fyrr í vikunni en Helgi Freyr flaug suður frá Akureyri í gær til að taka þátt í leiknum. Hann stefnir síðan á að fljúga aftur norður nú í morgunsárið og vonandi koma heim með hinn nýja skagfirðing síðar í dag.  Feykir óskar þeim Helga Frey og Margréti til hamingju með þennan framtíðar körfuboltamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir