Ívar Ásgríms fór á skíði í Tindastól

Ívar Ásgrímsson á skíðum í Tindastól. Mynd: Sigríður Viggósdóttir.
Ívar Ásgrímsson á skíðum í Tindastól. Mynd: Sigríður Viggósdóttir.

Það vakti athygli um helgina að Ívar Ásgrímsson, þjálfari mfl. karlaliðs Hauka í körfuboltanum, skellti sér á skíði í Tindastól en það ku veita á gott í baráttu liðsins í Domino´s deildinni. Eftir misjafnt gengi Haukana á síðasta tímabili fór hann í skíðaferð undir lok tímabils, kom til baka og liðinu fór að ganga betur, eins og segir á Karfan.is.

„Undanúrslitaeinvígi KR og Hauka hefst þann 5. apríl næstkomandi með leik í DB Schenker Höllinni í Hafnarfirði. KR kláraði sitt einvígi gegn Njarðvík 3-0 og hefur því fengið þónokkra daga í frí. Haukar fóru hinsvegar í oddaleik gegn Keflavík, en sigruðu að lokum 3-2. Þrátt fyrir það gefa páskarnir Haukum nokkra auka daga í frí, þar sem ekkert er leikið yfir helgina,“ segir á Karfan.is.

 Það skemmtilega er að hugsanlega geta Haukar og Tindastóll mæst í úrslitum Domino´sdeildarinnar en þá þurfa hinir fyrrnefndu að leggja KR-inga og Tindastóll ÍR-inga í þremur leikjum í undanúrslitum sem hefjast 4. apríl með leik ÍR og Stóla í Breiðholtinu.

Mbl.is vekur einnig athygli á þessari skíðaferð Ívars í Tindastól, sjá HÉR

sem og Vísir.is, sjá HÉR

Það var Sigríður Viggósdóttir sem vakti fyrst athygli á ferðum Ívars í Stólnum um páskana eins og meðfylgjandi mynd sýnir:

Tengd frétt: Tindastólsmenn heimsækja Breiðholtið í fyrsta undanúrslitaleiknum þann 4. apríl

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir