Íþróttamaður Skagafjarðar valinn í dag
Kjör íþróttamanns Skagafjarðar árið 2008 fer fram í dag, mánudaginn 29. desember í Sal frímúrara á Sauðárkróki og hefst kl. 17.00. Allar deildir Ungmennafélagsins Tindastóls ,hestamannafélögunum Léttfeta, Svaða og Stíganda, Golfklúbbi Sauðárkróks, Vélhjólaklúbbnum, Ungmennafélögunum Neista og Smára hafa tilnefnt sína fulltrúa. Einnig hafa ungir og efnilegir íþróttamenn verið tilnefndir.
Það er UMSS og Sveitarfélagið Skagafjörður sem standa að valinu ásamt fulltrúa frá fréttamiðlunum Feyki og Feykir.is
Allt áhugafólk um íþróttir er hvatt til að mæta og heiðra íþróttafólk í Skagafirði.
Þeir sem eru tilnefdir eru:
Bjarki Árnason, Linda Björk Valbjörnsdóttir, Sævar Birgisson, Ísak Einarsson, Steinunn Snorradóttir, Sunna Dís Bjarnadóttir, Þórarinn Eymundsson, Sölvi Sigurðsson, Mette Mannseth, Ingvi Þór Óskarsson og Gauti Ásbjörnsson.
Sem ung og efnileg ungmenni voru eftirfarandi tilnefnd:
Fannar Örn Kolbeinsson, Snæbjört Pálsdóttir, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Hólmar Daði Skúlason, Hugrún Líf Magnúsdóttir, Rakel Rós Ágústsdóttir, Pálmi Geir Jónsson, Sunneva Jónsdóttir, Hjalti Arnarsson, Jóndís Inga Hinriksdóttir, Bjarnveig Rós Bjarnadóttir, Jón Helgi Sigurgeirsson, Ásdís Elvarsdóttir, Hafrún Halldórsdóttir, Stella Rín Bieltvedt, Hafsteinn Hallgrímsson, Arnar Geir Hjartarson og Sigríður Eygló Unnarsdótttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.