Íþróttahús á Hofsósi í 1. forgangi

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar hefur falið  Frístundastjóra og Íþróttafulltrúa að vinna úr þeim óskum um úrbætur í aðstöðu til íþrótta og tómstund sem hægt er að bregðast við innan fjárhagsáætlunar.
Hvað forgangsröðun á uppbyggingu íþróttamannvirkja varðar er það mat nefndarinnar að þar skuli horft til þess að jafna aðstöðu barna og unglinga til íþróttaiðkunar. Af stórum framkvæmdum setur nefndin í forgang í fyrsta lagi byggingu íþróttahúss á Hofsósi og í öðru lagi endurbætur/byggingu á Sundlaug Sauðárkróks. Nefndin telur jafnframt fjölmörg önnur brýn verkefni liggja fyrir.
Málinu er vísað til Byggðaráðs.
Þrátt fyrir að íþróttahús á Hofsósi sé í 1. forgangi hefur nefndin ekki gert ráð fyrir tveggja milljóna króna fjárveitingu til Hofsbótar ses. í fjárhagsáætlun 2010.
Nefndin leggur til við Byggðaráð að óskað verði eftir því að tæknisvið sveitarfélagsins meti í samstarfi við Hofsbót ses., möguleika til að bæta íþróttaaðstöðu barna og unglinga út að austan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir