Ístölt í leiðindaveðri

Ísmót Riddara Norðursins var þrátt fyrir leiðindaveður haldið á Tjarnartjörn á Sauðárkróki í gær. Það voru hugrakkir knapar sem riðu út á ísinn í þeim enskæra tilgangi að sýna sig og sinn hest. Skráningar voru fyrir mót komnar vel yfir 80 en einhverjir létu veðrið á sig fá og mættu ekki til keppni.

Úrslit voru eftirfarandi;

A-flokkur

  1. Týr frá Litla-Dal  Þorbjörn Matthíasson
  2. Fjöður frá Hafsteinsstöðum        Skapti Steinbjörnsson
  3. Hátíð frá Sauðárkróki      Árni Friðriksson
  4. Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal       Halldór Þorvaldsson
  5. Hvarfi frá Sjávarborg       Jón Geirmundsson

B-flokkur

  1. Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum             Skapti Steinbjörnsson
  2. Smellur frá Bringu            Þorbjörn Matthíasson
  3. Hugleikur frá Hafragili     Egill Bjarnason
  4. Þrymur frá Gamla-Hrauni             Halldór Þorvaldsson

Tölt

  1. Dolly Parton frá Countryville       Guðrún Hanna Kristjánsdóttir
  2. Týr frá Hólavatni               Pétur Grétarsson
  3. Glóð frá Gauksstöðum  Egill Bjarnason

Tölt yngri en 16 ára

  1. Taktur frá Varmalæk       Steindóra Ólöf Haraldsdóttir

Minna vanir

  1. Glanni frá Tjarnarkoti     Geir Eyjólfsson
  2. Hersir frá Enni    Linda Jónsdóttir

 

Meiri upplýsingar á heimasíðunni: http://riddarar.123.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir