Ístölt í leiðindaveðri
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
15.02.2010
kl. 08.36
Ísmót Riddara Norðursins var þrátt fyrir leiðindaveður haldið á Tjarnartjörn á Sauðárkróki í gær. Það voru hugrakkir knapar sem riðu út á ísinn í þeim enskæra tilgangi að sýna sig og sinn hest. Skráningar voru fyrir mót komnar vel yfir 80 en einhverjir létu veðrið á sig fá og mættu ekki til keppni.
Úrslit voru eftirfarandi;
A-flokkur
- Týr frá Litla-Dal Þorbjörn Matthíasson
- Fjöður frá Hafsteinsstöðum Skapti Steinbjörnsson
- Hátíð frá Sauðárkróki Árni Friðriksson
- Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal Halldór Þorvaldsson
- Hvarfi frá Sjávarborg Jón Geirmundsson
B-flokkur
- Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum Skapti Steinbjörnsson
- Smellur frá Bringu Þorbjörn Matthíasson
- Hugleikur frá Hafragili Egill Bjarnason
- Þrymur frá Gamla-Hrauni Halldór Þorvaldsson
Tölt
- Dolly Parton frá Countryville Guðrún Hanna Kristjánsdóttir
- Týr frá Hólavatni Pétur Grétarsson
- Glóð frá Gauksstöðum Egill Bjarnason
Tölt yngri en 16 ára
- Taktur frá Varmalæk Steindóra Ólöf Haraldsdóttir
Minna vanir
- Glanni frá Tjarnarkoti Geir Eyjólfsson
- Hersir frá Enni Linda Jónsdóttir
Meiri upplýsingar á heimasíðunni: http://riddarar.123.is/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.