Íslenski safnadagurinn á sunnudaginn

Íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land á sunnudaginn og af því tilefni sameinast söfn landsins um að bjóða gestum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar og viðburði við allra hæfi.

Í Skagafirði eru fastasýningar Byggðasafnsins tvær, Mannlíf í torfbæjum, sem opnuð var í gamla bænum í Glaumbæ 15. júní árið 1952 og Gömlu verkstæðin, um tækni og þróun iðnverkstæða á 20. öld, opnuð í Minjahúsinu á Sauðárkróki í sæluviku árið 2002. Sérsýningar um útskurð, heimilishald 1900-1950, og 300 ára kaffisögu eru í Áshúsinu við Glaumbæ.

 

Aðgangur er ókeypis í tilefni dagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir