Íslendingar vilja almennt ekki vinna í sláturhúsum
Í sumar hefur staðið á vef Vinnumálastofnunnar auglýsing frá Kaupfélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir starfsfólki í sláturtíð. Alls voru 30 störf í boði í tæplega tveggja mánaða vertíð. Boðið var upp á frítt fæði og húsnæði og mikla yfirvinnu. Engu að síður sóttu mjög fáir íslendingar um þessi störf og engir utan svæðis. Enn eitt haustið mátti því manna sláturhúsið með útlendingum.
Við vorum komin í erfiða stöðu. Við getum ekki sett framleiðslu í sláturtíð af stað nema vera búin að manna húsið og þegar ekki gekk að ráða íslendinga í þessi störf urðum við líkt og undanfarin ár að manna
þau með erlendu vinnuafli. Við einfaldlega gátum ekki beðið lengur eftir að íslendingar tækju við sér, segir Edda Þórðardóttir hjá Kjötafurðastöð KS.
Störfin 30 fólu í sér almenn störf í slátursal, í kælum og frystum. Almenn störf við pökkun og frágang í kjötafurðastöð. Störf í úrbeiningu fyrir kjötiðnaðarmenn og fólk vant úrbeiningu. Tímabilið sem í boði var er frá 7.sept - 30.okt. og er vinnutíminn frá 7:00-15:30 auk mikillar yfirvinnu. Boðið var upp á frítt húsnæði í verbúð og frítt fæði á vinnutíma.
Í dag 21. ágúst eru 98 einstaklingar að einhverju eða öllu leyti án atvinnu á Norðurlandi vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.