Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna- breytt dagsetning
feykir.is
Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
30.04.2010
kl. 10.07
Ákveðið hefur verið að færa Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum sem átti að vera dagana 5.-8. ágúst aftur um eina viku og verður það því 12.-15. ágúst. Ástæða þessa er beiðni frá Landssambandi Hestamanna (LH) þar sem Norðurlandamótið í hestaíþróttum er dagana 4.-8 ágúst og hefði því skarast á við Íslandsmótið.
Þess má geta að hætt var við að halda Unglistarhátíðina eldur í Húnaþingi á sama tíma og Íslandsmótið þannig að þessi breyting hefur engin áhrif á þá hátíð. Sú ákvörðun hafði einnig áhrif á að hestamannafélagið Þytur varð við þessari beiðni LH.
Íslandsmótið verður því haldið dagana 12.-15. ágúst á félagssvæði hestamanna á Hvammstanga.
/Norðanátt.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.