Ísland og ESB, Heimssýnarfundur á Blönduósi í kvöld

heimsynOpinn fundur verður haldinn á vegum Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, í kvöld, 9. nóvember kl. 20:30 á Pottinum og pönnunni á Blönduósi. Sjaldan hefur umræðan um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og sjálfstæði landsins verið brýnni en einmitt nú.

 

Ávörp flytja þeir Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, Ásmundur Einar Daðason alþingismaður og bóndi og Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður. Á eftir verða umræður og áhugasömum gefst kostur á að gerast stofnfélagar Heimssýnarfélags í Húnavatnssýslum. Fundarstjóri verður Jóhanna Pálmadóttir bóndi á Akri. Allir eru velkomnir á fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir