Ísbjarnargabbið ekki fyrir dóm
Embætti saksóknara mun ekki sækja mál á hendur Sigurði Guðmundssyni, verslunarmanni á Akureyri, sem í grallaraskap sínum sagði blaðamanni Morgunblaðsins frá því að ísbjörn væri staddur rétt við Hofsós.
Fréttin fór í loftið á Mbl.is og í kjölfarið fór af stað mikill viðbúnaður lögreglu, björgunarsveita og annara aðila er málið varðaði.
Sigurður var í hópi fólks í skemmtiferð um Skagafjörð og hafði stillt upp leikfangabangsa úr verslun sinni en hann virtist mjög raunverulegur á myndum sem birtar voru með fréttinni. Sagði Sigurður þegar hann var spurður út í hrekkinn að sér hefði fundist vanta jákvæðar fréttir.
Málið var látið niður falla þar sem það þykir ekki líklegt til sakfellingar en það varðar við lög að gabba lögreglu, björgunarlið eða annað hjálparlið.
/mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.