Ís-landsmót á Svínavatni
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
05.03.2010
kl. 14.46
Laugardaginn 6. mars (á morgun) verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni. Það hefst kl. 10 á B-flokki síðan A-flokkur og endað á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein.
Skráningar eru um 160 og margt af feikna góðum hrossum. Veitingasala verður á staðnum, heitir drykkir, samlokur, pönnukökur, kleinur o.fl. sem sagt prýðis kosningakaffi. Ekki verður selt inn en skrár verða seldar á 1.000. kr. Nánari upplýsingar er að finna á www.is-landsmot.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.