Ís-landsmót 6. mars
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
03.02.2010
kl. 08.30
Ákveðið hefur verið að halda hið landsfræga Ís-landsmót á Svínavatni, laugardaginn 6. mars n.k. og má búast við fjölmennu liði knapa og hesta.
Undirbúningsnefndin segir að mótið hafi verið það sterkasta og fjölmennasta sem haldið hefur verið á ís hérlendis undanfarin ár og lítur út fyrir að þar verði engin breyting á. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og verið hefur og verður það nánar auglýst síðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.