ÍR - Tindastóll í bikarnum í kvöld.
ÍR og Tindastóll mætast í kvöld í Subway bikarkeppni KKÍ. Leikurinn er hluti af 16 liða úrslitum og fer fram í Seljaskóla. Liðin mættust þar fyrr í vetur í deildinni og unnu ÍR-ingar þann leik nokkuð örugglega og komust þar með á sigurbraut.
Mannabreytingar eru framundan á leikmannahópi Stólanna, en Darrell Flake er á leið í hnéaðgerð í dag og spilar ekki meira fyrir jól. Hann verður væntanlega frá í 4 vikur. Þá er Allan Fall á leiðinni frá liðinu til Sviss, en spilar væntanlega samt leikinn í kvöld. Hann fékk tilboð þaðan og bað um að losna undan samningi sínum sem stjórn körfuknattleiksdeildarinnar varð við. Axel Kárason kemur heim á næstu dögum og verður með í nokkrum leikjum í janúar. Gæti jafnvel náð Breiðabliksleiknum þann 19. desember. Þá er Óli Barðdal kominn til landsins fyrir nokkru og farinn að spila með liðinu og verður með út tímabilið. Síðan styttist í að Friðrik Hreinsson mæti á svæðið, en von er á honum um áramótin.
Heimild. Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.